Venture Legal

Skrifstofa: Austurstræti 10A, 101 Reykjavík.
Tölvupóstur: venturelegal@venturelegal.is (eða hoskuldur@venturelegal.is).
Sími: 695-2132.
Almennt tímagjald: kr. 30.000 (auk vsk).

Stofan var stofnuð í janúar 2024 af Höskuldi Eiríkssyni lögmanni (sjá nánari upplýsingar hér að neðan).

Markmiðið með stofnun Venture Legal var skapa vettvang til að byggja enn frekar ofan á um 18 ára reynslu af kaupum og sölum á fyrirtækjum, fjármögnun fyrirtækja, gerð viðskiptasamninga af ýmsu tagi og af regluverki sem fyrirtæki þurfa að starfa í samræmi við. Þá var markmiðið ekki síður að geta veitt þessa þjónustu á eins hagkvæmum kjörum og hægt er.

Venture Legal hefur metnað til að vera í fremstu röð þegar kemur að gæðum og ánægju viðskiptavina. Sem lítil stofa, rekin af einum lögmanni, er áherslan ekki sú að hafa sem flesta viðskiptavini, heldur að veita tiltölulega fáum en góðum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, sem viðskiptavinir upplifi að skili þeim raunverulegu virði.

Höskuldur Eiríksson, eigandi

Tengiliðaupplýsingar:

Netfang: hoskuldur@venturelegal.is – símanúmer: 695-2132

Helstu verkefni Höskuldar í gegnum árin hafa verið tengd fjárfestingum í fyrirtækjum og sölu þeirra, þar sem hann hefur m.a. komið fram fyrir hönd sjóða á vegum nokkurra af stærstu rekstraraðilum sérhæfðra sjóða á Íslandi og fyrirtækjaráðgjafar íslenskra banka.

Þá hefur hann unnið fyrir flesta banka landsins, sem og erlenda banka, í tengslum við lánasamninga og veðtöku.

Höskuldur hefur jafnframt aðstoðað fyrirtæki við útgáfu, skráningu og afskráningu skuldabréfa.

Höskuldur hefur einnig komið að nokkrum af stærri fjárhagslegu endurskipulagningum síðustu tveggja áratuga og veitti m.a. slitastjórn eins föllnu bankanna ráðgjöf í tengslum við sitt slitaferli.

Starfsréttindi

2009: Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Starfsferill

2024: Venture Legal ehf.
2019 – 2023: Eigandi hjá KPMG Law ehf.
2014 – 2019: Eigandi hjá BBA Legal ehf. (nú BBA Fjeldco).
2014: Háskólinn á Bifröst, stundakennari í faginu Kaup og sölur fyrirtækja.
2007 – 2014: Fulltrúi hjá BBA Legal ehf.
2006 – 2007: Fulltrúi hjá Logos lögmannsþjónustu slf.

Menntun

University College London (UCL) – International Banking & Finance (2011).
Háskóli Íslands, lögfræðideild – Cand. Jur. (2006).
Menntaskólinn í Reykjavík (2001).

Útgefið efni

Bækur

Lánssamningar milli banka og fyrirtækja, 2016.

Greinar

Fjármögnun fyrirtækja: Framtíð LIBOR, júlí 2018.
Fyrirtækjakaup: Galli, febrúar 2018.
Fyrirtækjakaup: Vátryggingar vegna ábyrgðaryfirlýsinga og skaðleysisloforða, október 2017.
Fyrirtækjakaup: Er verið að borga „rétt verð“ fyrir fyrirtækið, ágúst 2017.
Cross-border M&A and Company Law in Iceland – selected topics, apríl 2016.