Höskuldur Eiríksson, lögmaður

Venture Legal byggir á nærri tveggja áratuga reynslu Höskuldar af því að veita innlendum og erlendum bönkum, rekstraraðilum sérhæfðra sjóða og öðrum fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf, einkum í tengslum við fjárfestingar, fjármögnun og annars konar viðskipti.

Netfang: hoskuldur@venturelegal.is
Sími: 695-2132

 

Nánari upplýsingar

Megináherslur

Skjót og skilvirk þjónusta

Í heimi viðskipta, þar sem hlutirnir gerast oft hratt, geta skjót viðbrögð skipt sköpum. Venture Legal hefur einsett sér að hafa hátt þjónustustig, bregðast hratt við þörfum viðskiptavina og skila afurðum á tilsettum tíma.

Vönduð skjalagerð

Það er forsenda þess að samningar og önnur skjöl, sem eiga að skapa verðmæti eða takmarka áhættu fyrirtækja, þjóni tilgangi sínum að vandað sé til verka. Venture Legal leggur afskaplega mikið upp úr að vanda vel til allrar skjalagerðar.

Virði fyrir viðskiptavini

Venture Legal hefur það að markmiði að skila viðskiptavinum umtalsverðu verðmæti fyrir þá þóknun sem greidd er fyrir þjónustuna. Með því að lágmarka umgjörð og rekstrarkostnað getur Venture Legal veitt hágæðaþjónustu gegn mjög hóflegri þóknun.