Um okkur
Venture Legal er sérhæfð lögmannsstofa með áherslu á þjónustu við fyrirtæki og fjárfesta. Við aðstoðum viðskiptavini í ólíkum greinum atvinnulífsins – frá nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum til rótgróinna félaga og fjármálafyrirtækja.
Lögmenn stofunnar hafa víðtæka reynslu á sviði félagaréttar, samkeppnisréttar, fjárfestinga og regluverks fyrirtækja og búa að bakgrunni frá stærstu lögmannsstofum og fyrirtækjum landsins, stjórnsýslu, fjármálamörkuðum og fræðastarfi. Sú blanda hagnýtrar reynslu og fræðilegrar þekkingar gerir okkur kleift að leysa flókin álitaefni á skilvirkan og faglegan hátt.
Við vinnum út frá raunverulegum þörfum viðskiptavina og leggjum áherslu á skýra framsetningu, góða verkstjórn og trausta hagsmunagæslu. Hvort sem um ræðir fjárfestingar, regluverk, samkeppnismál, samninga eða ágreiningsmál er markmið okkar að skila lausnum sem skapa raunverulegt virði.
Megináherslur
Skilvirk þjónusta
Í viðskiptalífinu geta hraðar ákvarðanir og tímanleg viðbrögð skipt sköpum. Við leggjum áherslu á að bregðast hratt við, skila afurðum á réttum tíma og halda ferlinu skýru frá upphafi til enda. Skilvirkni og skýr samskipti eru grunnstoðir allrar þjónustu okkar.
Vönduð skjalagerð
Samningar og önnur skjöl eru lykilverkfæri til að skapa verðmæti og draga úr áhættu. Við leggjum áherslu á nákvæmni, skýrleika og faglega framsetningu í allri skjalagerð, hvort sem um ræðir fjárfestingar, lánasamninga, stjórnarhætti, daglegan rekstur fyrirtækja eða samskipti við stjórnvöld.
Virði fyrir viðskiptavini
Markmið okkar er að skila sýnilegu virði fyrir þá þóknun sem greidd er. Með áherslu á skilvirkni og hagkvæma umgjörð getum við boðið sérhæfða ráðgjöf á samkeppnishæfu verði, án þess að fórna gæðum eða þjónustustigi.


