Hallmundur Albertsson
Lögmaður / Partner
Tengiliðaupplýsingar:
Netfang: hallmundur@venturelegal.is
Sími: 892-6064
Hallmundur Albertsson sérhæfir sig í samkeppnisrétti, samningagerð og almennri lögfræðiráðgjöf, sem og úrlausn ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum og dómstólum. Hann sinnir auk þess ráðgjöf við tækni- og nýsköpunargeirann. Hann lauk meistaraprófi (MA) í samkeppnisrétti frá King’s College London og sérhæfðu námi í lögfræðiráðgjöf fyrir tækni- og nýsköpunarumhverfi frá University of Cambridge. Jafnframt býr hann yfir víðtækri þekkingu og reynslu af fjarskipta- og fjölmiðlarétti.
Hallmundur hefur hlotið viðurkenningu Legal500 sem einn af fremstu sérfræðingum landsins í samkeppnisrétti og hefur málflutningsréttindi fyrir Landsrétti. Hann býr að víðtækri reynslu af stjórnsýslumálum og samskiptum við opinbera aðila. Fjölbreyttur bakgrunnur hans úr stjórnsýslu, atvinnulífi og lögmennsku tryggir hagnýta nálgun sem byggir á skýru áhættumati og skilvirkri framkvæmd.
Helstu starfssvið
Samkeppnisréttur, ríkisstyrkir og Evrópuréttur
Fjarskipti, fjölmiðlar, upplýsingatækni og nýsköpunarfyrirtæki
Samninga- og félagaréttur, þ.m.t. stjórnarhættir fyrirtækja
Kaup og sala á fyrirtækjum
Málflutningur fyrir dómstólum og úrlausn ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum
Opinber innkaup/útboð
Orkuréttur
Verksamningar, útboð og opinber innkaup
Starfsréttindi
2023 Málflutningsréttindi fyrir Landsrétti
2016 Viðurkenndur stjórnarmaður, rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands
2015 Löggiltur fasteignasali
2007 Viðurkenndur sáttamaður frá Sátt, diploma
2001 Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum
Menntun og námskeið
2017 FIDIC – námskeið í notkun FIDIC í verksamningum
2016 Viðurkenndur stjórnarmaður, rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands
2013 Cambridge Háskóli – námskeið í upplýsingatækni og nýsköpunarrétti
2012 Meistarapróf frá King‘s College London
2010 C5 – námskeið um gerð samkeppnisréttaráætlana
2000 Cand. juris frá Háskóla Íslands
Starfsferill
2025 – Venture Legal, partner
2024 – 2025 Intra Legem slf., eigandi
2021 – 2024 Deloitte Legal og Deloitte á Íslandi, eigandi
2019 – 2021 VÍK lögmannsstofa, eigandi
2015 – 2019 LMB Mandat Lögmannsstofa, eigandi
2014 – 2015 CATO lögmannsstofa, eigandi
2003 – 2014 Síminn hf., yfirlögfræðingur
2002 – 2003 Samgönguráðuneytið, sérfræðingur í fjarskiptamálum
2000 – 2002 LEX lögmannsstofa, fulltrúi
