Dr. Andri Fannar Bergþórsson

Lögmaður

Tengiliðaupplýsingar:
Netfang: andri@venturelegal.is
sími: 849-0934

Dr. Andri Fannar Bergþórsson er lögmaður og prófessor með sérhæfingu í verðbréfamörkuðum, fjármála-markaðsrétti og félagarétti. Hann hefur veitt ráðgjöf til banka, fjármálafyrirtækja og stórfyrirtækja um reglu-verk, innleiðingu og úrlausn flókinna mála ásamt því að sinna umfangsmiklum fræðastörfum. Andri lauk doktorsprófi í verðbréfamarkaðsrétti frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og hefur starfað bæði innan stjórnsýslu og sem sérfræðiráðgjafi á fjármálamarkaði.
Samspil fræðilegrar þekkingar og hagnýtrar reynslu gerir honum kleift að leysa flókin úrlausnarefni á skilvirkan og vandaðan hátt.

Helstu starfssvið

Bankar og fjármagnsmarkaðir, fjármálaþjónusta, félagaréttur, fyrirtækjaráðgjöf og efnahags- og fjármunabrot.

Starfsréttindi

Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi

Menntun og námskeið

2017 Doktorspróf við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði verðbréfamarkaðsréttar
2009 Mag.jur. við lagadeild Háskóla Íslands
2008 Nordplus styrkþegi við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla
2007 BA í lögfræði við lagadeild Háskóla Ísland

Útgefið efni

Bækur

Verðbréfamarkaðsréttur I. Markaðir og viðskipti með fjármálagerninga. Meðhöfundur Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari. Codex 2024
What is market manipulation? An analysis of the concept in a European and Nordic context. Brill Publishing 2018

Greinar

„Can Dissemination of True Information Constitute Market Manipulation?“ Nordic Journal of European Law, 1. tbl. 2025.
„The Application of MiFID II’s General Duty of Loyalty in Iceland“. Scandinavian Studies in Law Volume 71 – Financial Law 2025.
„Takmarkanir á meðferð innherjaupplýsinga á heildsöluorkumarkaði við innleiðingu á REMIT“. Tímarit Lögréttu, 2024.
„Innherjasvik og opinber birting innherjaupplýsinga“. Tímarit lögfræðinga, vor 2024
„Reglur um hagsmunaárekstra og skipulagskröfur með tilkomu MiFID II“. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2023. Meðhöfundur Aðalsteinn E. Jónasson, landsréttardómari. (39 bls.)
„Mismunandi stig fjárfestaverndar: Reglur um flokkun viðskiptavina með tilkomu MiFID II“. Hátíðarútgáfa Tímarits lögréttu, 2023. Meðhöfundur Aðalsteinn E. Jónasson, landsréttardómari (30 bls.)
„Auknar kröfur til fjárfestaverndar með tilkomu MiFID II: Mat á hæfi og tilhlýðileika“. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 2020, bls. 533-570. Meðhöfundur Aðalsteinn E. Jónasson, landsréttardómari
„Can Real Transactions Constitute Market Manipulation?“ Festschrift in honour of Rolf Skog, desember 2021, bls. 151-172
„Notkun innherjaupplýsinga er forsenda innherjasvika„. Vefrit Úlfljóts, 26. ágúst 2020
„The EEA and Nordic Company Law“. Nordisk Tidsskrift for Selskabsret, 4. tbl. 2019, bls. 59-63 „Tímamark upplýsingaskyldu þegar innherjaupplýsingar myndast í uppgjörsvinnu“. Úlfljótur, 1. tbl. 2020, bls. 9-33
„Hvaða upplýsingar ber útgefanda að birta? Hugtakið innherjaupplýsingar í tengslum við upplýsingaskyldu útgefanda“ Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 2019, bls. 3-25
„Adapting the European System of Financial Supervision (ESFS) to the EEA two-pillar structure – A workable solution?“ European Company and Financial Law Review, 5. tbl. 2019, bls. 557-591
„Icelandic company law in light of Nordic co-operation“. Birtist í safnritinu Selskabsloven. De første 100 år
„Hver er kjarni markaðsmisnotkunar?“ Tímarit lögréttu, 2. tbl. 2018, bls. 238-295
„Hvenær ber útgefanda fjármálagerninga að birta innherjaupplýsingar?“ Tímarit lögfræðinga, 3. tbl. 2013, bls. 241-279.
„Markaðsmisnotkun við opnun og lokun markaðar“ Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 2012, bls. 51-77.
„Markaðsmisnotkun í formi rangrar upplýsingagjafar“ Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2009, bls. 197-226.

Starfsferill

2025 – Venture Legal, partner
2017 – Háskólinn í Reykjavík, prófessor
2024 – Nefnd um dómarastörf, aðalmaður
2022 – 2025 ADVEL lögmenn
2018 – 2022 Stjórn og síðar í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands
2014 – 2017 Kaupmannahafnarháskóli, doktorsnemi (PhD fellow)
2010 – 2014 Embætti sérstaks saksóknara, saksóknarfulltrúi
2010 – ADVEL lögmenn
2007 – 2009 Fjármálaeftirlitið

Kennsla

Háskólinn í Reykjavík
Umsjón með grunnnámskeiðinu verðbréfamarkaðsréttur frá 2017
Umsjón með ML-námskeiðinu félaga- og fjármálamarkaðsréttur frá 2020
Umsjón með ML-námskeiðinu aðferðarfræði við ML-skrif frá 2023
Umsjón með kennslu í lögfræðihluta prófs til öflunar verðbréfaréttinda og prófagerð frá 2020
Fyrirlesari í námskeiðinu auðgunar- og efnahagsbrot, 2011-2014
Lög og reglur á fjármálamarkaði, námskeið í III. hluta til prófs í verðbréfaviðskiptum, 2017-2019

Háskólinn í Kaupmannahöfn
Sá um kennslu í félagarétti á meistarastigi á dönsku (selskabsret – kapitalselskaber), 2014
Leiðbeinandi meistararitgerða á sviði verðbréfamarkaðsréttar og félagaréttar, 2015-2016

Háskóli Íslands
Fyrirlesari í námskeiðinu fjármálamarkaðir, 2013 og 2017
Leiðbeinandi meistararitgerðar á sviði verðbréfamarkaðsréttar, 2016

Félags- og trúnaðarstörf
Ritstjórn Nordisk Tidsskrift for Selskabsret frá 2019
Stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands, 2007-2008
Stjórn Orators, félags laganema, 2006-2007