Þjónusta
Venture Legal hefur metnað til að veita framúrskarandi þjónustu sem skilar viðskiptavinum raunverulegum ávinningi.
Fjárfestingar í fyrirtækjum
Við aðstoðum fjárfesta og fyrirtæki við kaup, sölu og samruna fyrirtækja, allt frá undirbúningi og áreiðanleikakönnun til samningagerðar, fjármögnunar og lokauppgjörs. Við tryggjum skýra verkstjórn, gagnsæ ferli og faglega framsetningu á lykilþáttum viðskiptanna. Markmið okkar er að skapa öruggar og skilvirkar forsendur fyrir vel heppnuð fyrirtækjaviðskipti, óháð umfangi eða flækjustigi.
Fjármálamarkaður og fjármögnun
Við veitum sérhæfða ráðgjöf um lán, fjármögnun og veðtöku fyrir fyrirtæki, fjárfesta og fjármálastofnanir. Þjónustan nær yfir undirbúning, samningagerð og uppbyggingu lánaviðskipta, tryggingapakka og annarra fjármögnunarleiða sem styðja við rekstur, kaup, verkefnaþróun og endurfjármögnun. Þá veitum við viðskiptavinum aðstoð við skuldabréfaútgáfu utan skipulegra markaða, endurskipulagningu skulda og samskipti við banka og aðra lánardrottna. Við sinnum jafnframt ráðgjöf um regluverk sem tengist fjármögnun og starfsemi fjármálafyrirtækja, þar á meðal leyfisveitingum, starfsskilyrðum, fjárfestavernd og innleiðingu regluverks sem hefur áhrif á lána-starfsemi og fjármálaviðskipti.
Verðbréfamarkaður
Við styðjum útgefendur, fjármálafyrirtæki og aðra markaðsaðila við málefni sem snúa að verðbréfaútgáfum, skráningu, upplýsingaskyldu og regluverki verðbréfamarkaða.
Í þjónustunni felst ráðgjöf um lýsinga- og upplýsingagjöf, innherjamál, regluvörslu, MAR-regluverk, samskipti við eftirlitsaðila og framkvæmd skráningarferla á skipulegum og óskipulegum mörkuðum. Við sameinum hagnýta reynslu og djúpa þekkingu á stjórnsýslu og regluverki, sem gerir okkur kleift að tryggja viðskiptavinum trausta ráðgjöf á sviði þar sem nákvæmni, tímasetningar og skilvirk ferli skipta lykilmáli.
Samkeppnismál, EES og ríkisaðstoð
Venture Legal veitir sérhæfða ráðgjöf á öllum sviðum samkeppnisréttar. Sérstök áhersla er lögð á samrunaeftirlit, hagsmunagæslu í málum vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja. Við aðstoðum viðskiptavini jafnt við sókn og vörn í flóknum ágreiningsmálum.
Við veitum jafnframt ráðgjöf um mörkin milli ólögmæts samráðs og lögmæts samstarfs. Við aðstoðum fyrirtæki við að móta samstarf þannig að það rúmist innan heimilda samkeppnislaga, meðal annars með hagnýtingu undanþágureglna sem heimila samstarf sem skilar ábata fyrir neytendur og atvinnulíf.
Einnig sinnum við ráðgjöf varðandi EES-rétt og reglur um ríkisaðstoð, auk þess að annast samskipti og málarekstur gagnvart Samkeppniseftirlitinu, Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og dómstólum.
Fjarskipti, fjölmiðlar og upplýsingatækni (TMT)
Við styðjum fyrirtæki í fjarskipta-, fjölmiðla- og upplýsingatæknigeiranum við samninga, leyfisveitingar, regluverk og aðra lagalega þætti sem tengjast tækniumhverfi í hraðri þróun. Þjónusta okkar tekur mið af bæði lagalegum kröfum og tæknilegum raunveruleika.
Þjónusta við nýsköpunarfyrirtæki
Við aðstoðum sprotafyrirtæki og tæknifyrirtæki við að koma hugmyndum í framkvæmd og styðjum þau á öllum stigum vaxtar. Meðal verkefna eru fjárfestingarsamningar, stofnun fyrirtækja, samstarfssamningar og dagleg lagaleg málefni sem fylgja hraðri uppbyggingu og nýsköpun.
Málflutningur og stjórnsýslumál
Við tökum að okkur málsvörn og hagsmunagæslu bæði fyrir dómstólum og á stjórnsýslustigi. Þá aðstoðum við við úrlausn ágreiningsmála með samningum, sáttum eða öðrum leiðum sem stuðla að hagkvæmum og skilvirkum niðurstöðum. Nálgun okkar byggist á vandaðri undirbúningsvinnu, skýrum rökstuðningi og markvissri hagsmunagæslu í öllum málum.
Verktakar, útboð og opinber innkaup
Við veitum viðskiptavinum þjónustu á sviði verktakaréttar, útboðsmála og opinberra innkaupa. Við höfum yfir að ráða áralangri reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja á þessum sviðum.
Orka og auðlindir
Við veitum sérhæfða ráðgjöf á sviði í tengslum við orkunýtingu og auðlindir, hvort sem er í tengslum við virkjun vatnafls, jarðhita eða vindorku. Við styðjum viðskiptavini okkar við leyfisumsóknir og leyfisveitingar vegna auðlindanýtingar, orkuvinnslu og tengdrar starfsemi.
Almenn lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja
Við styðjum hluthafa og stjórnir fyrirtækja í tengslum við öll almenn atriði sem snúa að lögfræðilegu umhverfi hinna mismunandi félagaforma, ákvarðanatöku, skjölun og aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að tryggja fylgni við viðeigandi lög.
Sem dæmi um samningstegundir, sem Venture Legal getur tekið að sér að gera, má nefna:
– Hluthafasamkomulög;
– Samninga um kaup/sölu á vörum og/eða þjónustu;
– Samstarfssamninga;
– Leigusamninga;
– Kaupsamninga um fasteignir;
– Ráðningarsamninga og starfslokasamninga;
– Kaupréttarsamninga;
– Trúnaðarsamninga;
– Leyfissamninga.
